Hjúskapur

Kaupmáli, séreign

Þegar gengið er í hjónaband verða sameiginlegar eignir hjóna, að frádregnum skuldum, að hjúskapareign. Þessu má breyta með því að gera kaupmála en þá verða eignir að hluta til eða öllu leyti að séreign. Í slíkum tilvikum skiptast eignir ekki við skilnað eða dauðsfall.

Eigir þú til dæmis fyrirtæki vilt þú ef til vill halda því þótt til skilnaðar komi. Þá er mikilvægt að kaupmáli sé gerður sem uppfyllir ákveðnar formkröfur en hann verður að vera skráður og undirritaður af báðum aðilum. Hægt er að gera kaupmála áður en stofnað er til hjúskapar.

Hjónaskilnaður

Vilji hjón skilja verða þau að sækja um leyfi til skilnaðar í Svíþjjóð hjá dómstól. Ef hjónin eiga börn undir 16 ára aldri fá þau leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Eftir sex mánuði geta þau svo sótt um leyfi til lögskilnaðar. Séu hjón sammála um að sækja um skilnað og eiga engin börn undir 16 ára aldri er strax gefið út leyfi til lögskilnaðar.

Tenglar

www.skatteverket.se

www.domstol.se

Framfærsla

Gagnkvæm framfærsluskylda er á milli hjóna.

Eftir lögskilnað fellur þessi framfærsluskylda niður.

Þurfi annað hjóna á framfærslu að halda yfir aðlögunartímabil hefur það rétt á framfærslueyri frá hinu eftir því sem sanngjarnt má telja.

Búskipti hjóna við skilnað

Þegar hjón ákveða að skilja er eignum þeirra skipt við búskipti. Búskiptin skulu vera sett fram skriflega og undirrituð af báðum aðilum. Mikilvægt er að búskiptaskjalið sé nákvæmt og að þar komi fram allar eignir og skuldir og raunverulegt virði þeirra. Eigi til dæmis að skipta fasteign er mikilvægt að taka tillit til skattaútreikninga.

 

Búskipti í hjúskap

Hjón geta einnig skipt búi á meðan hjúskapur stendur yfir. Ef til vill er bústaður aðeins eign annars hjóna en það getur skipt máli að báðir aðilar eigi hann saman. Fyrir því eru eftirfarandi ástæður:

Ef aðeins annar aðili að hjúskap er löglegur eigandi fasteignar og verður svo veikur að hann geti ekki framfleytt sér og ekki sinnt sínum fjármálum  getur heilbrigði aðilinn komist í fjárhagslega erfiðleika. Heilbrigði aðilinn fær ekki að sinna málefnum er varða fasteignina.

Heilbrigði aðilinn, sem ekki á fasteignina, getur ekki selt fasteignina eða fengið aðgang að sölufé til að kaupa nýja fasteign.
Við sölu fer allur hagnaður af sölunni inn á reikning veika aðilans.
Ef heilbrigði aðilinn á hálfa fasteignina getur hann flutt söluhagnað sinn yfir á nýja fasteign án þess að þurfa að greiða af honum skatt við þá sölu.
Séu báðir aðilar löglegir eigendur eiga þeir báðir rétt á tvöföldum ROT-afslætti (skattaafsláttur vegna endurnýjunar og viðhalds fasteigna) upp á 100.000 SEK á ári.

Til að komast hjá þessu ættu hjón að skipta eignarhaldi á fasteign tímanlega svo báðir aðilar séu löglegir eigendur eða að útbúa umboð.