Mannréttindadómstóll Evrópu
Ekki skal rugla Mannréttindadómstól Evrópu saman við Evrópudómstólinn.
„Allir menn eru fæddir frjálsir og jafnir fyrir lögum“
- Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi
- Engin refsing án laga
- Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu
- Tjáningarfrelsi
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í álitamálum og ágreiningi í tengslum við, og um meint brot gegn, Mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950. Dómstóllinn er þó ekki æðri innlendum dómstólum og stjórnvöldum og getur því ekki hnekkt dómi eða úrskurði sem kveðinn hefur verið upp af innlendum dómstól eða stjórnvöldum.
Einstaklingar geta kært málsmeðferð innlendra stjórnvalda eða dómstóla sem felur í sér mannréttindabrot. Mannréttindadómstóllinn getur ekki breytt sakfellingu en vinni maður mál fyrir honum er ríkið áminnt og getur orðið skaðabótaskylt.
Mannréttindadómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju ríki í Evrópuráðinu en þeir eru skipaðir af ráðgjafarnefnd stofnunarinnar. Dómstóllinn hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi.