Málskostnaðartrygging eða gjafsókn

Málskostnaðartrygging

Meginreglan er sú að hafir þú málskostnaðartryggingu átt þú að nýta þér hana ef þú þarft fjárhagsaðstoð við málsókn. Almennt nær málskostnaðartrygging yfir 80% af nauðsynlegum kostnaði í tengslum við málsókn en 20% þarftu að greiða úr eigin vasa. Málskostnaðartrygging á bæði við um einstaklinga og fyrirtæki.

Gjafsókn

Gjafsókn gildir einkum fyrir einstaklinga. Í henni felst að ríkið greiðir málskostnað sé það talið réttlætanlegt. Þú getur sótt um gjafsókn ef tekjur þínar eru að hámarki 260.000 SEK á ári og þú hefur ekki tryggingu. Ef um er að ræða málsókn vegna fjölskyldumáls verða sérstakar ástæður að liggja til grundvallar. Það getur til að mynda átt við ef foreldrar koma sér ekki saman um forræði, búsetu eða umgengni við börn.

Ef þú þarft að nýta þér málskostnaðartryggingu eða gjafsókn get ég liðsinnt þér eftir þörfum.