Neytendanefnd
Ert þú óánægð eða óánægður sem neytandi?
Þann 11. janúar 2016 stofnuðu Lögmannasamtökin nefnd vegna neytendaágreinings.
Nefndinni er ætlað að fjalla um ágreiningsmál á milli neytenda og lögmanna eða lögfræðistofa sem rís vegna þjónustu sem lögmaðurinn eða lögfræðistofan hefur innt af hendi fyrir neytandann. Neytandi vísar í þessu samhengi til einstaklings sem vinnur að markmiði sem ekki telst til atvinnustarfsemi.
Sé skjólstæðingurinn óánægður með þá þjónustu sem lögmaðurinn hefur innt af hendi skal skjólstæðingurinn hafa samband við lögmanninn skriflega til að ræða málið og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ef skjólstæðingurinn hefur ekki samband við lögmanninn til að ræða umkvörtunarefnið og reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu, heldur snýr sér beint til nefndarinnar til að fá úr ágreiningnum skorið, getur nefndin vísað málinu frá sér.
Ef mál hefur verið stofnað hjá tryggingafélagi lögmannsins þarf að leysa málið innan ramma tryggingarsamningsins áður en skjólstæðingurinn getur snúið sér til nefndarinnar vegna neytendaágreinings. Því ber að líta á tryggingamál sem hluta þeirrar sameiginlegu lausnar sem ná þarf fram áður en nefndin getur tekið mál til umfjöllunar. Ef mál berst nefndinni þrátt fyrir þetta mun nefndin láta málið bíða uns tryggingamálið hefur verið útkljáð.
Reynist ekki mögulegt að komast að sameiginlegri niðurstöðu getur skjólstæðingurinn snúið sér til nefndarinnar. Það skal gert skriflega (sjá tengil á eyðublað hér fyrir neðan) og innan árs eftir að lögmanninum var gerð grein fyrir umkvörtuninni skriflega. Lögmanninum ber þá skylda til þátttöku í umfjöllun nefndarinnar. Skilyrði fyrir því að nefndin fjalli um ágreininginn er að ágreiningurinn sé hvorki til meðferðar hjá dómstól, né hafi verið útkljáður hjá dómstól.
Netfang: konsumenttvistnamnden@advokatsamfundet.se
Vefslóð: www.advokatsamfundet.se/Konsumenttvistnamnden
Box 27321
102 54 Stockholm
Tengill á eyðublað:
https://www.advokatsamfundet.se/Konsumenttvistnamnden/Konsumenttvistnamnden/
Nánar á vef Lögmannasamtakanna: